Mánudagur 25. apríl 2005 kl. 16:07
Fannar Ólafsson með tvöfalda tvennu
Fannar Ólafsson lék vel með liði sínu ULM í 81-69 tapleik gegn Langen Giraffes í þýsku annarri deildinni á laugardag. Fannar var með tvöfalda tvennu í öðrum leik sínum í röð með 13 stig og 10 fráköst. Seinasti leikur ULM er á laugardaginn næstkomandi gegn Breitengussbach.
Vf-mynd/úr safni