Fannar Ólafsson átti stórleik með ULM
Fannar Ólafsson og félagar í þýska 1. deildarliðinu ULM Ratiopharm sigruðu Crailsheim Merlins 94-87 á laugardaginn. Fannar átti stórleik í leiknum og setti niður 15 stig og hirti 12 fráköst. Mike Taylor þjálfari ULM valdi Fannar mann leiksins á heimasíðu sinni og sagði Fannar hafa blásið liðsfélögum sínum kapp í brjóst með baráttu sinni eftir að hafa komið af bekknum.
Vf-mynd: Fannar Ólafsson í leik með Keflvíkingum í fyrra.