Fannar og Logi aftur með námskeið um helgina
Körfuknattleiksmennirnir Fannar Ólafsson og Logi Gunnarsson munu standa fyrir námskeiði fyrir unga og upprennandi körfusnillinga í Íþróttahúsinu við Sunnubraut næstkomandi laugardag.
Kapparnir voru með annað námskeið fyrr í sumar og hugðust koma aftur í ágúst, en vegna anna með liðum sínum í Þýskalandi og Grikklandi þurftu þeir að flýta áætlunum sínum.
Þeir Logi og Fannar hafa gert víðreist um landið í sumar og verið með námskeiðin, sem eru í samvinnu við KKÍ, í mörgum byggðarlögum.
„Við vorum til að mynda í Vík í Mýrdal laugardaginn 10.júlí og var áhuginn gríðarlegur,“ sagði Logi í samtali við Víkurfréttir. „Það kom okkur mikið á óvart hversu margir úr svona litlu bæjarfélagi mættu á námskeiðið og ég vona að við sjáum sama áhuga í Reykjanesbæ. Það er enda mjög mikilvægt að krakkar æfi sem mest yfir sumartímann því það er tíminn til að bæta sig sína einstaklingshæfileika. Ég hef fundið það sjálfur í gegnum tíðina að það margborgar sig.“
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 24. júlí milli kl. 13 og 16 og er fyrir krakka á öllum aldri. Þátttökugjald er 2500 kr. og er er veittur 50% systkinaafsláttur. Áhugasamir geta skráð sig á staðnum áður en námskeiðið hefst.
VF-myndir/Þorgils Jónsson
Kapparnir voru með annað námskeið fyrr í sumar og hugðust koma aftur í ágúst, en vegna anna með liðum sínum í Þýskalandi og Grikklandi þurftu þeir að flýta áætlunum sínum.
Þeir Logi og Fannar hafa gert víðreist um landið í sumar og verið með námskeiðin, sem eru í samvinnu við KKÍ, í mörgum byggðarlögum.
„Við vorum til að mynda í Vík í Mýrdal laugardaginn 10.júlí og var áhuginn gríðarlegur,“ sagði Logi í samtali við Víkurfréttir. „Það kom okkur mikið á óvart hversu margir úr svona litlu bæjarfélagi mættu á námskeiðið og ég vona að við sjáum sama áhuga í Reykjanesbæ. Það er enda mjög mikilvægt að krakkar æfi sem mest yfir sumartímann því það er tíminn til að bæta sig sína einstaklingshæfileika. Ég hef fundið það sjálfur í gegnum tíðina að það margborgar sig.“
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 24. júlí milli kl. 13 og 16 og er fyrir krakka á öllum aldri. Þátttökugjald er 2500 kr. og er er veittur 50% systkinaafsláttur. Áhugasamir geta skráð sig á staðnum áður en námskeiðið hefst.
VF-myndir/Þorgils Jónsson