Fannar í tveggja leikja bann
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir í dag kæru þar sem Kkd. Keflavíkur kærði Fannar Frey Helgason, leikmann Stjörnunnar, fyrir agabrot í þriðja leik Stjörnunnar og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla fimmtudaginn 5. apríl. Þá veitt Fannar Vali Orra Valssyni olnbogaskot í tvígang, en dómarar leiksins sáu ekki atburðinn. Myndavélar náðu hins vegar atvikinu og hefur dómurinn því verið kveðinn upp samkvæmt því sem þar sást.
Segir í dómi:
„Vísar kærandi til þess að á myndbrotum af atvikinu megi sjá kærða sveifla vinstri olnboga í tvígang af ásetningi í andlit Vals Orra Valssonar. Ljóst sé miðað við alvarleika brotsins, leikreglur og starfsreglna dómaranefnda að kærði hefði átt að vera vikið út úr húsi fyrir hættulegt ásetningsbrot. Ekki hafi um eitt olnbogaskot að ræða heldur tvö sem sýnir að ásetningur bjó að baki brotinu.“
Nefndin dæmir Fannar Frey Helgason í tveggja leikja bann og tekur bannið gildi strax.
Dómurinn í heild sinni á KKÍ sem greinir frá.