Fannar allur að braggast
Baráttujaxlinn Fannar Ólafsson er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur. Hann á blómlega tíð að baki með Íslandsmeisturum Keflavíkur og hefur leikið körfuknattleik bæði í Grikklandi og Þýskalandi.
Fannar er nú genginn til liðs við KR en tók ekki þátt í síðustu leikjum íslenska landsliðsins vegna meiðsla.
„Batinn hjá mér gengur frekar hægt en ég vonast til þess að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik,“ sagði Fannar í samtali við Víkurfréttir. „Það var hreinsað laust brjósk úr hnénu á mér og svo virðist sem liðpoki hafi rifnað í aðgerðinni og það hefur valdið vökvaseytli niður í hné og það virðist ekki stoppa,“ sagði Fannar en hann hafði fulla trú á því að vera kominn á rétt ról fyrir mót.
„Það er svolítið öðruvísi að vera í KR en þetta er gaman og ég er bara að kynnast strákunum og koma mér inn í þetta hjá liðinu,“ sagði Fannar. Aðspurður um hvernig honum liði við að mæta sínum gömlu félögum í Keflavík í vetur var Fannar fullur tilhlökkunnar. „Ég vona bara að ég verði heill fyrir leikina gegn Keflavík og ég veit að það verður hart tekið á móti mér, bæði af leikmönnum og áhorfendum. Ég mun heldur ekkert gefa eftir,“ sagði Fannar.
Það verður gaman að sjá Fannar í íslenska boltanum á nýjan leik og hann á örugglega eftir reynast KR-ingum mikill happafengur.
Fannar er nú genginn til liðs við KR en tók ekki þátt í síðustu leikjum íslenska landsliðsins vegna meiðsla.
„Batinn hjá mér gengur frekar hægt en ég vonast til þess að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik,“ sagði Fannar í samtali við Víkurfréttir. „Það var hreinsað laust brjósk úr hnénu á mér og svo virðist sem liðpoki hafi rifnað í aðgerðinni og það hefur valdið vökvaseytli niður í hné og það virðist ekki stoppa,“ sagði Fannar en hann hafði fulla trú á því að vera kominn á rétt ról fyrir mót.
„Það er svolítið öðruvísi að vera í KR en þetta er gaman og ég er bara að kynnast strákunum og koma mér inn í þetta hjá liðinu,“ sagði Fannar. Aðspurður um hvernig honum liði við að mæta sínum gömlu félögum í Keflavík í vetur var Fannar fullur tilhlökkunnar. „Ég vona bara að ég verði heill fyrir leikina gegn Keflavík og ég veit að það verður hart tekið á móti mér, bæði af leikmönnum og áhorfendum. Ég mun heldur ekkert gefa eftir,“ sagði Fannar.
Það verður gaman að sjá Fannar í íslenska boltanum á nýjan leik og hann á örugglega eftir reynast KR-ingum mikill happafengur.