Fangabrögð í Akurskóla
Dagana 25.-27 apríl fer fram Evrópumeistaramótið í keltneskum fangbrögðum í Íþróttahúsi Akurskóla. Glímusamband Íslands skipuleggur mótið og judódeild Njarðvíkur kemur einnig að skipulaginu.
Þetta er stærsti viðburður sem haldin er undir merkjum Kelneska fangbragðasambandssins eða FILK eins og það er kallað og stærsta verkefni sem júdódeild UMFN hefur komið að. Bestu fangbragðamenn Evrópu taka þátt á þessu móti. Mótið er mikil þrekraun því að keppt er í þremur ólíkum greinum fangbragða á þremur dögum.
Að þessu sinni verður keppt í glímu, Backhold og Gouren. Njarðvíkingar eiga þrjá landsliðsmenn að þessu sinni. Það eru þau Ingólfur Rögnvaldsson, Bjarni Darri Sigfússon og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir.
Judódeild Njarðvíkur skorar á Suðurnesjamenn að koma og styðja okkar fólk. Mótið byrjar á fimmtudaginn klukkan 15:00 á settningarathöfn og þar á eftir er keppni í Glímu. Á föstdag og laugardag verður svo keppt í gouren og backhold, segir í frétt frá félaginu.