Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fánadagur Þróttar haldinn hátíðlegur í gær
Líf og fjör var á fánadegi Þróttara í gær
Þriðjudagur 28. júlí 2015 kl. 22:59

Fánadagur Þróttar haldinn hátíðlegur í gær

Þróttarar unnu Stál-Úlf 5-3 í tilefni dagsins

Í gær héldu Þróttarar í Vogum uppá fánadag félagsins. Félagsmenn gerðu sér glaðann dag saman þar sem grillaðar voru pylsur og Þróttaravarningur var seldur til styrktar yngriflokka starfsemi félagsins.

Þróttarar mættu - Stál-úlfi  í 4. deildinni seinna um kvöldið og  börn úr yngriflokkastarfi félagsins leiddu leikmenn inná völlinn fyrir leik. Einnig var 5. flokkur félagsins heiðraður fyrir sigur í N1 mótinu á Akureyri. Fjölmenni var á hátíðinni en þetta var í þriðja skipti sem Þróttarar halda uppá fánadag félagsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar unnu leikinn 5-3 í skemmtilegum leik og halda því áfram marseringu sinni í átt að sæti í 3. deild karla að ári.