Falur og Jón Norðdal stýra Keflvíkingum
Andy Johnston í banni í kvöld
Þjálfari Keflvíkinga í Domino's deild karla í körfubolta, Bandaríkjamaðurinn Andy Johnston mun taka út leikbann í kvöld og mun því ekki stjórna Keflavíkurliðinu sem tekur á móti Stjörnunni í TM-höllinni í kvöld. Gunnar Stefánsson aðstoðarþjálfari er erlendis þessa dagana og kemur því ekki heldur til leiks.
Samkvæmt fréttum Karfan.is munu því reynsluboltarnir Falur Harðarson formaður KKD Keflavíkur og Jón N. Hafsteinsson þjálfari drengjaflokks félagsins, stýra Keflvíkingum í leiknum í kvöld.
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ á dögunum var Andy dæmdur í bann vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Keflavíkur þann 16. mars síðastliðinn.