FALUR OG HELGI JÓNAS STIGAHÆSTIR Í SIGRI ÍSLANDS
Íslenska landsliðið í körfuknattleik lagði Kýpur 74-69 í fyrsta leik undankeppni EM í borginni Spisska Nova Ves í Slóveníu. Okkar menn náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik og gengu til leikhlés með 8 stiga forystu 38-30. Stigahæstir voru Helgi Jónas Guðfinnsson og Falur Harðarson með18 stig hvor og Herbert Arnarson skoraði 16. Í kvöld er leikið gegn Wales, á morgun gegn Hvít-Rússum, á laugardag gegn Slóvakíu og á sunnudag gegn Rúmenum. Forvitnum er bent á netfang FIBA (http://www.fiba.com)