Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Falur nýr formaður körfunnar í Keflavík
Hermann kveður og Falur tekur við.
Miðvikudagur 15. maí 2013 kl. 10:37

Falur nýr formaður körfunnar í Keflavík

Falur Harðarson var í gær kjörinn formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mun hann því taka við hlutverki Hermanns Helgasonar, sem kveður stjórnina eftir 13 ára stjórnarsetu. Birgir Már Bragason gaf einnig ekki kost á sér í stjórn lengur, en hann hefur setið í stjórn frá 1997.

Auka aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldinn í gærkvöldi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Farið var yfir uppfærða stöðu mála deildarinnar (milliuppgjör), ásamt því að kosið var til formanns, meðstjórnenda og varastjórnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðstjórnendur í stjórn KKD Keflavíkur 2013-2014 eru eftirfarandi:
Albert Óskarsson
Guðjón Skúlason
Margeir Einar Margeirsson
Sævar Sævarsson

Varastjórn í KKD Keflavíkur 2013-2014 er eftirfarandi:
Ólafur Ásmundsson
Sigurður Markús Grétarsson
Davíð Þór Jónsson
Anna Pála Magnúsdóttir