Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fáklæddir slökkviliðsmenn til sölu
Fimmtudagur 15. desember 2011 kl. 14:11

Fáklæddir slökkviliðsmenn til sölu

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja ákváðu í fyrra að búa til sitt fyrsta dagatal með fáklæddum starfsmönnum og viðbrögðin stóðu ekki á sér, salan var framar björtustu vonum og færri fengu en vildu. Nú verður prentað í örlítið stærra upplagi en þó er búið að selja vel af því. Frá þessu er greint á heimasíðu Brunavarna Suðunesja en þar segir einnig að á þessum tíma árs eiga slökkviliðsmenn það til að fækka fötum og sýna á sér líkamann, þetta ár verði engin undantekning.

Að þessu sinni var ákveðið að taka allar myndir utandyra og lögðu þær 13 fyrirsætur sem prýða síður dagatalsins mikið á sig til að vel tækist. Flestir eru búnir að vera með kvef síðan en það hindrar þá ekki í því að selja dagatölin næstu daga í Nettó og Bónus. Þangað geta allir sem vilja koma höndum yfir þetta sjóðheita dagatal nálgast það. Einnig er hægt nálgast það á slökkvistöðina að Hringbraut 125 og sent verður líka hvert á land sem er. Slökkviliðsmenn eru með þessu að safna fyrir Heimsleikum slökkviliðs- og lögreglumanna sem fara fram í Belfast á Norður Írlandi árið 2013 og fer allur ágóði af sölu dagatalsins í ferðasjóð fyrir þeirri ferð.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024