Fagurgrænn snjóboltavöllur
Það er ekki hægt að segja að það hafi verið vetrarhörkur á Suðurnesjum í vetur. Það hefur þó fallið snjór og þegar fyrsti snjórinn féll varð hinn sígræni gervigrasvöllur í Reykjanesbæ þakinn snjó. Þá voru góð ráð dýr. Í stað fótbolta var farið í „snjóbolta“ eða snjókast. Þjálfararnir voru í öðru liðinu en börnin í hinu. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum.