Fagnaði mörkum með lögreglukveðju
Stefán Örn Arnarson var sókndjarfur í gær í leik Keflavíkur og Einherja frá Vopnafirði í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í leiknum og fagnaði þeim með því að senda starfsfélögum sínum í lögreglunni á Suðurnesjum lögreglukveðju. Honum var svarað með sama hætti af lögreglumanni á meðal áhorfenda.
Mynd: Stefán Örn, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum og leikmaður með Keflavík, sendir félögum sínum lögreglukveðju eftir að hafa skorað annað mark sitt í leiknum í gær...
... og Óskar Halldórsson lögreglumaður á meðal áhorfenda svaraði að sjálfsögðu kveðjunni á viðeigandi hátt.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson