Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fá Suðurnesjamenn sénsinn gegn Slóvökum?
Svo gæti farið að Ingvar og Elías fái tækifæri í kvöld.
Þriðjudagur 17. nóvember 2015 kl. 11:00

Fá Suðurnesjamenn sénsinn gegn Slóvökum?

Ísland leikur vináttulandsleik við Slóvakíu í knattspyrnu í kvöld. Suðurnesjamenn eiga þrjá fulltrúa í hópnum og líklegt þykir að þeir fái tækifæri í kvöld.

Arnór Ingvi Traustason fékk tækifæri í síðasta leik þar sem hann lék allan leikinn gegn Pólverjum og stóð sig prýðilega. Elías Már Ómarsson og Ingvar Jónsson komu ekki við sögu en líklega fá þeir tækifæri til þess að sanna sig gegn Slóvakíu. Leikurinn er hluti af undirbúningi íslenska landsliðsins vegna EM í Frakklandi sem fram fer næsta sumar. Leikurinn verður í beinni á RÚV 2 og heft kl.19:45.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá: Arnór lék allan leikinn í tapi gegn Pólverjum

Sjá: Arnór, Elías og Ingvar í A-landsliðið