Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Eyþór keppir á HM í taekwondo
Þriðjudagur 22. ágúst 2017 kl. 07:00

Eyþór keppir á HM í taekwondo

-Einungis tveir Íslendingar keppt á mótinu en báðir eru þeir Keflvíkingar

Keflvíkingurinn Eyþór Jónsson keppir á Heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Mótið fer fram dagana 24.- 27. ágúst.

Eyþór hefur verið í ungmennalandsliðinu í langan tíma og hefur náð góðum árangri bæði innanlands og erlendis.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hann er meðal annars ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki, bikarmeistari, sigraði opna hollenska og opna skoska mótið, allt á þessu tímabili. Eyþór verður eini fulltrúi Íslands á þessu móti, en hann keppir í -65 kg flokki.

Þetta er í annað sinn sem Íslendingur keppir á þessu móti, en fyrir tveimur árum keppti Keflvíkingurinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson á sama móti.