Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 16:04

Eysteinn Hauksson fær dúndur tilboð frá sölumanni í Kína

Talsvert er síðan pistill frá Eysteini Haukssyni hefur birst hér á síðunni en eins og flestir vita er hann í Kína að spila knattspyrnu og höfum við hjá Víkurfréttum beðið hann að senda okkur pistla þegar hann má vera að því.
Nú segir Eysteinn okkur frá því hvernig gengur að eiga við kínverska sölumenn...Ég ætla nú ekkert að vera að pína ykkur,börnin góð,með sögum úr daglegu lifi hér................en ég VERÐ bara að láta þessa flakka.

Ég ætla hér að enða á sögu af einhverjum magnaðasta sölumanni sem ég hef lent í en hann fann ég i DVD mynda búð hér í einni af stærstu verslanamiðstoðvum bæjarins. Hann var þarna staddur ásamt aðstoðarmanni sinum og vorum við að þræta um verðið en ég hafði ákveðið að kaupa af honum nokkur stykki af kvikmynðum,enda slikir gripir hér töluvert odýrari en a frostanna Fróni. Hann setti upp 138 jiminbi og ég bauð 115 á móti. Hann tók hið hefðbundna tryllingslega hláturskast og hristi svo hausinn og sló töluna 130 inn á skjainn á vasareikninum sem hann notar til að tilkynna útlendingum um verðupphæðir. Ég sagði að þetta væri allt of litill afsláttur þar sem ég væri að kaupa þarna nokkrar myndir og þvi væri ég langt frá þvi að vera sáttur. Gaf ég það honum skýrt til kynna á minni yfirveguðu íslensk-mandarinsk-pictioner-isku að ég mynði þá bara versla minar DVD myndir þar sem komið væri fram við viðskiptavinina eins og manneskjur, en ekki eins og einhverja helv... útlendinga. Þá fór sölumanngreyjið alveg í panic og hélt traustataki í bolinn minn og sagðist skylðu hringja í "Boss" eins og hann kallaði það til að athuga málið.
Hann gerði það og kom það upp úr krafsinu að bossinn var bara hæst ánægður með kauða,þar sem hann mætti alls ekki gefa meiri afslátt en þetta. Þegar hann sa svo hvað ég var vonsvikinn á svipinn yfir þessari ómennsku framkomu sem mér var sýnd þarna, reddaði hann málunum a snilldarlegan hátt með þvi að gera mér tilboð sem ekki var hægt að hafna, þó ekki væri nema fyrir það hversu frumlegt það var. Hann gaf mér þann afslátt sem hann hafði leyfi til frá "Boss" og til að vinna upp mismuninn af verðinu sem ég vilði fá,þá..................... SKUTLAÐI HANN MER HEIM!!!!!!!


Kveðja fra Zhaoqing,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024