Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eyjamenn í heimsókn
Fimmtudagur 13. júlí 2006 kl. 10:41

Eyjamenn í heimsókn

Keflvíkingar taka á móti Eyjamönnum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í kvöld á Keflavíkurvelli kl. 19:15. ÍBV hafði betur 2-1 í fyrri viðureing liðanna í sumar þar sem Símun Samuelsen gerði mark Keflvíkinga.

 

Evrópudraumi Keflavíkur er lokið þar sem Lilleström vann leiki liðanna 6-3 en liðin skildu jöfn 2-2 í Keflavík um síðustu helgi þar sem Þórarinn Kristjánsson og Hólmar Örn Rúnarsson gerðu mörk Keflavíkur. Guðmundur Mete, varnarjaxl hjá Keflavík, telur að liðið þurfi að nýta færin sín betur og þá gangi hlutirnir upp. „Við munum einbeita okkur að okkar leik og halda núllinu, svo ef við nýtum færin okkar þá vinnum við þennan leik,“ sagði Guðmundur sem var ekki sáttur við að Evrópudraumurinn væri úti. „Lilleström var sterkara liðið en þetta hefði getað endað betur,“ sagði Guðmundur sem sagði að flest allir leikmenn Keflavíkur væru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir álagið undanfarna daga og vikur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024