Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eyðir ekki orku í stress
Fimmtudagur 2. maí 2013 kl. 11:06

Eyðir ekki orku í stress

Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir er 15 ára nemandi Myllubakkaskóla. Hún mun í kvöld keppa fyrir hönd Myllubakkaskóla í Skólahreysti þar sem hún reynir fyrir sér í armbeygjum og hreystigreipi. Hún segist ekki ætla að eyða of mikilli orku í það að vera stressuð en þó sé hún með örlítinn fiðring í maganum. Ingibjörg æfir dans en það er hennar helsta áhugamál. Við lögðum nokkrar léttar spurningar fyrir Ingibjörgu varðandi Skólahreysti.

Hvernig leggst lokakeppnin í þig, er eitthvað stress?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún leggst bara mjög vel í mig, ætla ekki að vera eyða orku í að vera stressuð, en maður finnur auðvitað fyrir fiðring í maganum.

Hvað hefurðu gert til þess að undirbúa þig síðustu daga?

Æfa á fullu.

Munum við sjá bætingu frá þér í lokakeppninni?

Ég ætla að rétt vona það.

Af hverju tekur þú þátt í skólahreysti?

Ég hef þrjóskuna og metnaðinn í það eins og við öll í liðinu.

Hverjir munu vinna keppnina?

Myllubakkaskóli, ekki spurning

Hver er eftirlætis íþróttamaðurinn þinn?

Ég hef dýrkað Shawn Johnson í langan tíma.

Hvaða tónlist kemur þér í gírinn?

Meistari Bob Marley gerir það svo sannarlega

Hvað færðu þér að borða fyrir Skólahreysti?

Hafragraut

Áhugamál?

Dans.

Hvernig tilfinning er það að vera í beinni útsendingu í Sjónvarpinu?

Ég hef bara ekkert hugsað út í það.