Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Evrópumót U17 kvenna hefst á Grindavíkurvelli í dag
Una Margrét Einarsdóttir
Mánudagur 22. júní 2015 kl. 09:46

Evrópumót U17 kvenna hefst á Grindavíkurvelli í dag

Una Margrét Einarsdóttir leikmaður Keflavíkur í hópnum

Evrópumót U17 liða kvenna fer fram á Íslandi og hefst mótið í dag þar sem m.a. er leikið á Grindavíkurvelli.

Suðurnesin eiga einn fulltrúa í hópnum að þessu sinni en það er Garðmærin Una Margrét Einarsdóttir sem leikur með 1. deildar liði Keflavíkur.

Tveir leikir fara fram á Grindavíkurvelli í dag en kl. 13 leika Englendingar og Spánverjar og kl. 19 mætir íslenska liðið sterku liði Þjóðverja.

Knattspyrnuáhugamenn eru hvattir til að gera sér ferð á völlinn og styðja íslenska liðið til sigurs en frítt er inn á alla leiki mótsins.

Dagskrá mótsins má finna hér en boðið verður uppá grillaðar pylsur, knattþrautir og hoppukastala fyrir börnin ásamt því að landsliðskonur munu árita veggspjöld fyrir æsta aðdáendur. 

Dubliner
Dubliner