Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Evrópumeistarar í hópdansi
Evrópumeistaranir í dansgírnum.
Mánudagur 13. október 2014 kl. 12:40

Evrópumeistarar í hópdansi

Sex stúlkur af Suðurnesjum sigruðu á sterku móti.

Þær Díana Dröfn Benediktsdóttir, Elva Rún Ævarsdóttir, Lovísa Guðjónsdóttir, Sylvía Rut Káradóttir, Sandra Ósk Viktorsdóttir og Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í hópdansi á sterku móti, FitKid, sem haldið var um helgina í Vodafone höllinni í Reykjavík. Þetta er tólfta Evrópumótið í FitKid og í annað sinn sem það er haldið á Íslandi. Iðkendur eru börn og unglingar á aldrinum 6 - 16 ára og brúar þessi íþrótt bilið á milli fimleika, þolfimi, dans og styrktaræfinga.

Hér má sjá sigurdansinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024