Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Evrópufarar í Taekwondo þakka fyrir stuðninginn
Miðvikudagur 2. október 2013 kl. 11:42

Evrópufarar í Taekwondo þakka fyrir stuðninginn

Viljum við þakka öllum þeim sem að styrktu okkur vegna Evrópumóts sem að við tókum þátt í Rúmeníu og Portúgal.  

Fyrir okkur er þetta gífurlega góð reynsla að fá tækifæri til þess að fara á svona stórmót.
 
Án hjálpar fyrirtækja og einstaklinga hér í bæjarfélaginu hefðum við átt erfitt með að fara í þessa ferð.
 
Það má segja að draumur okkar sé að byrja.  
Eftir þessi mót hafa erlendir þjálfarar haft samband og óskað eftir því að við komum á æfingabúðir hjá þeim. Sumir hafa látið þau orð falla að ef við höldum áfram á þessari braut eigum við möguleika á að komast seinna meir á Ólympíuleikana. Þetta er okkur mikill heiður og hvatning í íþróttinni sem við elskum.

Þess má geta að íslensku krakkarnir vöktu áhuga vegna íþróttamannslegrar hegðunar, góðrar framkomu og virðingu gagnvart öðrum keppendum, þjálfurum og dómurum.  

Þúsund þakkir fyrir okkur.

Með bestu kveðju,
Ágúst Kristinn Eðvardsson
Ástrós Brynjarsdóttir
Bjarni Júlíus Jónsson
Karel Bergmann Gunnarsson

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024