Evrópuævintýrið heldur áfram
Keflvíkingar taka á móti tékkneska liðinu Mlekarna Kunin í Evrópukeppninni í körfuknattleik í kvöld. Keflvíkingar unnu sænska liðið Norrköping í leik liðanna í siðustu viku og geta farið langleiðina með að tryggja sér farseðil upp úr riðlinum með sigri.
Á morgun taka Njarðvíkingar svo á móti rússneska liðinu Samara, en Njarðvík hefur tapað öllum sínum fjórum leikjum í keppninni til þessa. SpKef býður öllum frítt á leikinn.