Eva og Berglind unnu til gullverðlauna
Helgina 5. – 6. nóvember fór Haustmót FSÍ fram og sendi Fimleikadeild Keflavíkur 15 stúlkur til þátttöku.
Eva Rós Guðmundsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir stóðu sig með miklum ágætum og unnu til gullverðlauna í sínu þrepi. Arndís Ingvarsdóttir náði svo að vinna sig upp um þrep. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Fimleikadeildinni.
Mynd: www.fimleikar.is