Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eva Margrét með nýtt telpnamet - góður árangur ÍRB í bikarkeppninni
Miðvikudagur 2. október 2019 kl. 15:25

Eva Margrét með nýtt telpnamet - góður árangur ÍRB í bikarkeppninni

Eva Margrét Falsdóttir, hin stórefnilega sundkona úr ÍRB setti nýtt telpnamet í Bikarkeppninni sem fram fór í Reykjanesbæ um síðustu helgi en þá synti húbn 200 m bringusund á tímanum 2:34,41 en það er einnig undir NM lámörkum. Metið var átta ára gamalt og Eva bætti það um rúmlega sekúndu. Sundfólk ÍRB stóð sig afar vel í Bikarkeppninni en kvennaliðið hafnaði í öðru sæti í fyrstu deildinni og karlaliðið í fjórða sæti.

Árangur kvennaliðsins er afar eftirtektarverður því liðið var án tveggja sterkra sundkvenna frá árinu áður, en greinilegt er að unga kynslóðin og liðsheildin brúar það bil. Þegar síðasti hlutinn fór af stað þá vorum við í þriðja sæti og örfá stig sem skildu okkur Breiðablik og Reykjavík að. Stelpurnar stigu þá allt í botn og lönduðu öruggu öðru sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen Mist Arngreirsdóttir náði einnig flottum árangri um helgina en hún náði lágmörkum á NM í þremur greinum, 100m og 200m bringusundi og 200 m fjórsundi.