Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 22. apríl 2002 kl. 12:08

Eva Berglind og Heiðrún Rós innanfélagsmeistarar

Innanfélagsmót fimleikadeildar Keflavíkur var haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut sl. laugardag. Það voru Heiðrún Rós Þórðardóttir og Eva Berglind Magnúsdóttir sem urðu innanfélagsmeistar, Heiðrún í almennum fimleikum með einkunina 34,5 og Eva í áhaldafimleikum með einkunina 31,4.
Mótið hófst kl. 10:00 og því lauk um kl. 17:30. Keppt var í áhalda- og almennum fimleikum í öllum aldursflokkum og var mikil stemning í húsinu enda um 140 iðkendur sem kepptu á mótinu. Milli atriða voru skemmtiatriði sem lífguði mjög upp á daginn. Krakkar úr Myllubakkaskóla sýndu atriði úr Bugsy Marlone, elsti hópurinn í almennum fimleikum var með danssýningu og svo að lokum var tískusýning frá Kóda. Mikill fjöldi áhorfenda var á svæðinu og þóttist mótið takast mjög vel.

Samanlögð úrslit í öllum keppnisgreinum mótsins er sem hér segir:

Almennir fimleikar eldri:
1.sæti Heiðrún Rós Þórðardóttir, 34,50
2.sæti Ásdís Ólafsdóttir, 32,95
3.sæti Íris Ósk Arnardóttir, 32,45

Almennir fimleikar yngri:
1.sæti Anna Rán Árnadóttir, 30,70
2.sæti Berglind Ægisdóttir og Sirrý Huld Friðjónsdóttir, 29,80
3.sæti Telma Ýr Þórarinsdóttir, 29,70

Íslenski fimleikastiginn 3. 4. og 5. þrep:
1. sæti Eva Berglind Magnúsdóttir; 31,35
2. sæti Vigdís Eygló Einarsdóttir; 29,85
3. sæti Karen Herjólfsdóttir; 27,70

A-ponsur:
1.sæti Hilda Mar Guðbrandsdóttir; 33,50
2.sæti Berglind B. Sveinbjörnsdóttir; 31,95
3.sæti Eva Rós Guðmundsdóttir; 31,50

B-ponsur eldri:
1.sæti Anna Kristín Árnadóttir; 25,35
2.sæti Karen Ýr Friðjónsdóttir; 24,60
3.sæti Erna Hákonardóttir; 23,70

B-ponsur yngri:
1.sæti Aníta Eva Viðarsdóttir; 27,75
2.sæti Jessica Brownell; 27,50
3.sæti Thelma G. Árnadóttir; 26,15

Yngstu iðkendurnir fengu stjörnugjöf í æfingum sínum og þar voru allir keppendur verðlaunaðir með verðlaunapening.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024