Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 15. ágúst 2001 kl. 10:03

ESSO-Reis bíla mótið hafið

ESSO-Reis bíla mótið hófst síðastliðinn mánudag. Mótið er ólíkt öðrum mótum að því leyti að keppt er á kartbílum Reis bíla og gefst öllum gestum Gokartbrautarinnar kostur á að taka þátt. Tímataka byrjaði á mánudaginn og stendur yfir í viku. Þeir sem eiga tólf bestu tímana eftir tímatökur eiga síðan kost á að taka þátt í mótinum sem fer fram 5 sunnudaga í röð. Keppendur taka þá 5 mínútur í tímatöku til að raða á ráspóla en eftir það eru 20 hringir eknir. Sá sem hefur flest stig eftir mótið stendur uppi sem sigurvegari. Listinn yfir bestu tímana birtist á formúluvef mbl.is og verður listinn uppfærður reglulega. Aldurstakmark í keppnina er 16 ár en allir sem leiga bíla hjá Reis bílum eiga kost á þátttöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024