ERU FRJÁLSAR ÚTI Í KULDANUM HJÁ ÍRB?
-spyr Hilmar Jónsson, formaður EldeyjarFrjálsar íþróttir hafa ekki verið stundaðar um nokkurra ára skeið á Suðurnesjum. Þó er ekki þar með sagt að áhuginn sé ekki fyrir hendi en frjálsíþróttanámskeið barnastúkunnar hafa verið vel sótt. Árið 1997 sótti Hilmar Jónsson um að ganga inn í Íþróttabandalag Reykjanesbæjar með Íþróttafélag Nýársstjörnunnar, sem er barnastúka. Um tíma var deilt um nafn á félaginu því það þótti of líkt nafni Stjörnunnar í Garðabæ. Nafninu var því breytt í Eldey. Þann 20. mars 1999 tilkynnti Hjálmar Árnason, þáverandi formaður Í.R.B., niðurstöðu Í.S.Í. Niðurstaðan var sú að nauðsynlegt væri að breyta lögum félagsins lítilsháttar. Þegar því væri lokið yrði félagið samþykkt sem aðili að Í.R.B. Endanleg staðfesting frá Í.S.Í. barst Í.R.B. þann 24. september um að lög hins nýja félags væru í fullu samræmi við lög Í.S.Í. Þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn Eldeyjar engar tilkynningar fengið frá Í.R.B. „Er það stefna íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ að láta frjálsíþróttafólk keppa undir merki F.H. eins og gerðist í fyrravetur á innanhússmóti unglinga“, sagði Hilmar Jónsson.