Erna Ósk og Dzana Crnac keppa með U16 á EM í körfubolta
U16 ára landslið stúlkna í körfubolta hélt af stað í morgun til Podgorica, höfuðborgar Svartfjallalands, þar sem EM 2022, FIBA European Championship, mun fara fram næstu daga. Þær Džana Crnac frá Njarðvík og Erna Ósk Snorradóttir frá Keflavík eru meðal þeirra stúlkna sem munu spila með liðinu á mótinu.
Alls hafa átta yngri landslið (U15-U16-U18-U20 drengja og stúlkna) keppt í sumar eða tekið þátt í landsliðsverkefnum erlendis og er þetta síðasta keppnisferðin þetta sumarið.
Stelpurnar leika í B-deild Evrópumótsins en Ísland hefur leik í C-riðli og leika gegn Svíþjóð, Úkraínu, Sviss og Ísrael áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á fimmtudaginn í öllum riðlum.
Landslið U16 stúlkna · EM 2022
Anna Katrín Víðisdóttir · Hrunamenn
Anna Margrét Hermannsdóttir · KR
Anna María Magnúsdóttir · KR
Díana Björg Guðmundsdóttir · Aþena
Dzana Crnac · Njarðvík
Erna Ósk Snorradóttir · Keflavík
Fjóla Gerður Gunnarsdóttir · KR
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan
Karólína Harðardóttir · Stjarnan
Kristjana Mist Logadóttir · Stjarnan
Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir
Victoría Lind Kolbrúnardóttir · Skallagrímur
Þjálfari: Hallgrímur Brynjólfsson
Aðstoðarþjálfarar: Stefanía Ósk Ólafsdóttir og Árni Eggert Harðarson
Sjúkraþjálfari: Anna Sóley Jensdóttir · Atlas Endurhæfing
Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá öllum leikjum á mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan:
Heimasíða keppninnar: https://www.fiba.basketball/