Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Þorsteins: Keflvíkingar kunna þetta
Fimmtudagur 14. febrúar 2013 kl. 10:10

Erla Þorsteins: Keflvíkingar kunna þetta

Erla Þorsteinsdóttir hefur nú alfarið snúið sér að golfíþróttinni en áður gerði hún garðinn frægan með Keflvíkingum í körfuboltanum og vann fjölda titla á sínum ferli. Erla setti upp spádómsgleraugun fyrir bikarúrslitaleiki laugardagsins en þar mætast annars vegar Keflavík og Valur í kvennaflokki og Grindavík og Stjarnan í karlaflokki.

„Valur eru með gott lið og hörku góðan erlendan leikmann í Jaleesu Butler. Valur vann Keflavík fyrir stuttu þar sem þær spiluðu mjög sannfærandi. Keflavík er með skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Hjá Keflavík skiptir gríðarlegu máli að reynsluboltarnir Birna, Bryndís, Pálína og auðvitað Jenkins eigi góðan dag og nái að skapa stemningu í liðinu. Það verður spennandi að fylgjast með Söru, Söndru og Ingunni,“ segir Erla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Að sjálfsögðu spái ég Keflavíkurstúlkum sigri enda kunna þær þetta og vita hvað það er svakalega gaman að vinna bikarinn í Höllinni. Hins vegar er lykilatriði fyrir þær að spila hörku vörn og stoppa kanann hjá þeim. Þær verða að spila saman, vera jákvæðar og hafa gaman af þessum frábæra leik.“

Grindavík - Stjarnan í karlaflokki:

„Grindavíkingar eru efstir í deilidinni enda með hörkulið. Sverrir Þór þjálfari Grindvíkinga kann þetta vel og þyrstir í titil með Grindvíkingum. Stjörnumenn eru seigir og baráttuglaðir en ég spái Grindvíkingum sigri.“