ERLA ÓSK BEST Í GRINDAVÍK
Fyrirliði kvennaliðs Grindvíkinga í knattspyrnu, Erla Ósk Pétursdóttir, var valin besti leikmaður liðsins á lokahófi Knattspyrnudeildar Grindavíkur sem fram fór í Festi laugardaginn 25. september sl. „Mér hefði þótt skemmtilegra að taka við þessum verðlaunum ef við hefðum ekki fallið. Við stelpurnar erum þó ákveðnar að halda áfram í baráttunni og endurheimta úrvalsdeildarsætið, þetta er ungt lið með góðan þjálfara og á framtíðina fyrir sér. Ég hef ekki trú á öðru en að mannskapurinn verði sá sami að ári nema einhverjar fari utan til náms.“