Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla níunda eftir undanrásir
Föstudagur 7. desember 2007 kl. 13:22

Erla níunda eftir undanrásir

Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir hóf í morgun keppni á Opna hollenska sundmótinu en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Erla hóf keppni í morgun í 200 m. fjórsundi og kom í mark á tímanum 2.21.69 mín. og hafnaði í 9. sæti. Erla fór til Hollands með það að markmiði að ná Ólympíulágmörkum.

 

Sundið hjá Erlu í morgun er jafnframt hennar besti tími í undanrásum og kl. 17:00 í dag mun hún synda í B úrslitum þar sem aðeins átta efstu sundmennirnir synda í A-úrslitum. Lágmarkið inn á Ólympíuleikana í Peking í 200 m. fjórsundi er 2.19.97 en Íslandsmetið er 2.20,35 mín. sem Lára Hrund Bjargardóttir setti í Barcelona árið 2003.

 

Steindór Gunnarsson yfirþjálfari sundliðs ÍRB segir 9. sæti hjá Erlu mjög góðan árangur. ,,Ég heyrði í Erlu áðan og hún var ekki alveg sátt með baksundið sitt í fjórsundinu en var að öðru leyti nokkuð ánægð. Fyrir mótið var hún skráð með átjánda besta tímann en nú er hún komin upp í 9. sætið sem er mjög gott,” sagði Steindór og kvaðst bjartsýnn fyrir hönd Erlu með B úrslitin síðar í dag.

 

Mynd: ÍRB - Erla Dögg fagnar glæstum árangri á danska meistaramótinu sem fram fór á dögunum.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024