Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla með silfur í Danmörku
Mánudagur 9. júlí 2007 kl. 12:20

Erla með silfur í Danmörku

Erla Dögg Haraldsdóttir, sundkona úr ÍRB, vann fyrstu verðlaun íslenska liðsins sem keppir á Danska meistarmótinu í Árósum. Erla bætti sig í þriðja skiptið í þessari grein þegar hún kom önnur í mark í 50m bringusundi á timanum 33,50 sem er að eins 05/100 frá Íslandsmetinu í greininni og 4/100 frá sigurvegaranum.

Birkir Már Jónsson, félagi hennar úr ÍRB, synti 200m skriðsund í undanrásum hann náði sér alls ekki á strik og var nokkuð langt frá sínum besta tíma. Í dag keppir Erla Dögg í 200m bringusundi og Birkir í 100m skriðsundi.

VF-mynd/Þorgils - Erla Og Birkir í hópi ÍRB-liða á bikarmóti SSÍ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024