Erla með gull í 400m fjórsundi
Keppni í sundi á Smáþjóðaleikunum í Mónakólauk í morgun þar sem Íslendingar unnu til sex gullverðlauna á lokadeginum. Bæði karla- og kvennasveitirnar settu Íslandsmet í 4x100m skriðsundi og sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir frá ÍRB vann til gullverðlauna í 400m fjórsundi á tímanum 5.09,16 mín.
Boðsundssveit karla í skriðsundi varð í öðru sæti á nýju Íslandsmeti, 3.27,66 mínútum en í sveitinni voru Birkir Már Jónsson, Baldur Snær Jónsson, Árni Már Árnson og Örn Arnarson.
Jakob Jóhann Sveinsson stóð sig afar vel í 400 metra fjórsundi þar sem hann varð annar á 4.41,44 mín.
VF-mynd/ [email protected] - Erla Dögg