Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Dögg og Birkir Már nálægt sínu besta
Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 15:23

Erla Dögg og Birkir Már nálægt sínu besta

Erla Dögg Haraldsdóttir og Birkir Már Jónsson, sundmenn úr ÍRB náðu ágætum árangri á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag.

Erla Dögg synti 200 m bringusund á 2.43,16 og hafnaði í 24. sæti og var rétt við sinn besta tíma.

Svipaða sögu er að segja um Birki Má Jónsson sem synti 400 m skriðsund á 4.13,03 og hafnaði í 28. sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024