Erla Dögg og Árni Már koma til Peking í dag
Ólympíuhópurinn heldur til Peking í dag, með morgunflugi frá Singapore.
Tveir keppendur úr Reykjanesbæ þau Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason eru búin að vera með sundhópnum í æfingabúðum í Singapore. Æfingabúðirnar gengu vel og voru aðstæður mjög góðar. Á vef sundsambandsins kemur fram að krakkarnir eru farin að hlakka til að komast í ólympíulaugina sjálfa. Íslenska liðið hefur tíma í ólympíulauginni seinni partinn í dag.
Setning Ólympíuleikanna er 08.08.08.