Erla Dögg með nýtt Íslandsmet
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir setti Íslandsmet í 200 m flugsundi í dag á Stórmóti SH í Sundhöll Hafnarfjarðar. Erla kom fyrst í mark á 2.18.22 mín. og bætti því gamla Íslandsmetið um rúma sekúndu.
Önnur í mark í sama sundi var liðsfélagi Erlu úr ÍRB, Soffía Klemenzdóttir, en hún synti á 2.24.79 mín. sem er nýtt aldursflokkamet og bæting um tvær sekúndur á gamla metinu.
Frábært sund hjá þessum efnilegu sundkonum úr Reykjanesbæ.
VF-Mynd/ [email protected] - Erla Dögg Haraldsdóttir, Íslandsmethafi í 200m flugsundi.