Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Dögg íþróttmaður UMFN 2004
Föstudagur 27. maí 2005 kl. 18:25

Erla Dögg íþróttmaður UMFN 2004

Erla Dögg Haraldsdóttir var kjörinn Íþróttamaður Njarðvíkur á aðalfundi UMFN í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þennan titil. Góð mæting var á fundinn en þar lét af störfum sem formaður félagsins eftir 11 ára farsælt starf, Kristbjörn Albertsson.Við starfi hans tók Kristján Pálsson fyrrverandi alþingismaður.

Ár Erlu Daggar í hnotskurn
Erla Dögg Haraldsdóttir er íþróttamaður UMFN 2004. Erla Dögg hefur varla stungið sér til sunds í ár nema að vinna til verðlauna, yfirleitt gullverðlauna. Í ár varð Erla Dögg Íslandsmeistari í 14 einstaklingsgreinum á Íslandsmótum SSÍ. Það afrek er nánast einsdæmi og flokkast sennilega undir en einn Íslandsmeistaratitilinn hennar á þessu ári. Hún vann átta titla í fullorðinsflokki og sex í unglingaflokki, einnig vann hún til fjögurra titla í boðsundum. Í heildina eru því titlar hennar í ár 18.

Erla Dögg ávann sér rétt til keppni á EM 50 í Madrid en stefnumótun SSÍ um aldurstakmörk á alþjóðlegum mótum setti strik í reikninginn. Erla Dögg tók þátt í alþjóðlegu unglingamóti  í Lúxemborg með unglingalandsliði SSÍ. Þar vann hún eitt gull, tvenn silfur og eitt brons. Erla Dögg keppti á Evrópumeistaramóti unglinga og var nálægt því að komast í milliriðla. Hún er núna orðin gjaldgeng á fullorðinsmótin og keppti á EM 25 nú í desember þar sem hún setti stúlknamet í einni grein. Erla Dögg var eingöngu 16/100 frá því að ná lágmörkum í 100m bringusundi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu en þrátt fyrir það átti hún besta tímann á afrekaskrá SSÍ í 100m bringusundi sl. tímabil. Erla Dögg er mjög fjölhæfur sundmaður og nú á árinu þá hefur hún slegið fimm aldursflokkamet og er alveg við íslandsmetin í þessum greinum. Hún hefur nú þegar slegið öll metin í bringusundi og tvö í fjórsundunum og metin í flugsundunum eru innar seilingar. Erla Dögg tók þátt í tveimur alþjóðlegum mótum með félagsliðinu sínu á árinu. Árangur hennar á þeim mótum var mjög góður, verðlaun á Euro Meet í Lúxemborg og úrslit í Canet í Frakklandi. Á afrekaskrá SSÍ  á þessu tímabili þá trónir Erla Dögg á toppnum í  hvorki fleiri né færri en átta einstaklingsgreinum. Af þessari upptalningu er ljóst er að Erla Dögg er orðin ein af skærustu íþróttastjörnum Íslands.

Af www.UMFN.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024