Erla Dögg íþróttamaður UMFN - Guðmundur fékk Ólafsbikarinn
Aðalfundur UMFN var haldinn 10. maí. Stefán Thordersen formaður UMFN gaf ekki kost á sér til endurkjörs, var því nýr formaður kjörinn. Þórunn Friðriksdóttir hlaut kosningu fundarins og er fyrsta konan sem kjörinn er til þess embættisins.
Á fundinum voru einnig heiðraðir einstaklingar sem unnið hafa dyggilega fyrir félagið.
Gullmerki UMFN hlaut að þessu sinni Gunnar Guðmundsson og bronsmerki félagsins hlutu þeir Sævar Ingi Borgarsson, Sturla Ólafsson og Hörður Birkisson.
Viðurkenningar fyrir vel unnin störf fyrir félagið hlutu: Ómar Kristjánsson, Björgvin Magnússon, Ágúst Hrafnsson og Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur.
Íþróttamaður UMFN 2011 var Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona.
Ólafsbikarinn, starfsbikar UMFN hlaut svo Guðmundur Stefán Gunnarsson yfirþjálfari judódeildar að þessu sinni fyrir frábær störf fyrir deildina.
Íþróttamenn deilda UMFN 2011:
Körfuknattleiksmaður UMFN - Ólafur Helgi Jónsson
Lyftingamaður UMFN - Steinar Freyr Hafsteinsson
Knattspyrnumaður UMFN - Andri Fannar Freysson
Sundmaður UMFN - Erla Dögg Haraldsdóttir
Júdómaður UMFN - Björn Lúkas Haraldsson
þríþrautarmaður UMFN - Klemenz Sæmundsson
Ný stjórn var einnig kjörin en nánar má lesa um málið á vef Njarðvíkur.
Mynd: Feðgarnir Guðmundur og Gunnar. Guðmundur fékk Ólafsbikarinn og Gunnar fékk gullmerki UMFN.