Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Dögg Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2008
Miðvikudagur 31. desember 2008 kl. 15:09

Erla Dögg Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2008



Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir var kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2008 í sérstöku hófi í Íþróttahúsi Njarðvíkur í dag.
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson var annar í kjörinu og körfuboltakappinn Gunnar Einarsson var þriðji.
Erla Dögg var ekki viðstödd afhendingu og tók Kristín systir hennar við bikururm sem sundkona ársins og Íþróttamaður Reykjaesbæjar.
Tvöhundruð og fimmtíu Íslandsmeistarar úr bæjarfélaginu fengu viðurkenningu en flestir komu frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur eða 99. Elsti íþróttamaðurinn í kjöri til Íþróttamanns Reykjanesbæjar var Sigurður Albertsson en hann var kjörinn kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Nánari fréttir síðar þar sem við munum m.a. greina frá bestu íþróttamönnum í hverri grein.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þriðja hundrað íþróttamenn Reykjanesbæjar fengu viðurkenningu. Á efri myndinni eru þrír efstu í kjörinu með fulltrúum Reykjanesbæjar og Sparisjóðsins í Keflavík.