Erla Dögg íþróttamaður Reykjanesbæjar 2007
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir var í dag útnefnd sæmdarheitinu Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2007.
Í öðru sæti var borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson og í því þriðja var Brenton Birmingham körfuknattleiksmaður.
Þau voru heiðruð við athöfn í Íþróttahúsinu í Njarðvík, en þar fengu einnig viðurkenningar bestu íþróttamenn hverrar greinar og allir Íslandsmeistarar ÍRB á árinu en þeir töldu 220 manns. Hafa þeir aldrei áður verið fleiri.
Erla Dögg hlaut þessi verðlaun einnig árið 2005, en árið í ár var með eindæmum gjöfult fyrir þessa ungu og bráðefnilegu sundkonu.
Nánar verður fjallað um verðlaunin síðar...
VF-myndir/Þorgils - Erla Dögg með sigurlaunin, Erla Dögg og Brenton ásamt Guðrúnu Önnu dóttur Jóhanns.