Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Erla Dögg heiðruð fyrir góðan árangur
Fimmtudagur 5. maí 2011 kl. 08:42

Erla Dögg heiðruð fyrir góðan árangur

Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB heldur áfram að gera það gott í háskólasundinu í Bandaríkjunum en hún stundar nám við Old Dominion skólann. Erla var nú fyrir skömmu valin Mid-Major All-American, sem er nokkurskonar úrvalslið hennar svæðis en alls eru sundmenn úr 14 deildum í kjörinu. Erla var í hóp 20 stúlkna sem voru heiðraðar að þessu sinni en Árni Árnason unnusti Erlu fékk einnig annarskonar viðurkenningu en hann stóð sig einstaklega vel á árinu. Erla náði glæsilegum árangri á þessu tímabili þegar hún náði lágmarki inn á landsmót háskólanna þar sem hún náði svo 23. besta tíma ársins í 100 jarda bringusundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

[email protected]