Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erla Dögg er íþróttamaður Njarðvíkur
Fimmtudagur 20. maí 2004 kl. 14:57

Erla Dögg er íþróttamaður Njarðvíkur

Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona úr Njarðvíkunum var í fyrrakvöld útnefnd  íþróttamaður ársins 2003 á aðalfundi Ungmennafélags Njarðvíkur.
Erla Dögg stóð sig sérlega vel á árinu og vann meðal annars til fimm Íslandsmeistartitla í fullorðinsflokki. Erla vann einnig til fjögurra Íslandsmeistartitla á aldursflokkameistarmóti Íslands. Þannig að sl. ár þá vann hún til alls níu Íslandsmeistartitla.
Erla Dögg var valin í landslið Íslands til þess að keppa fyrir íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. Þar vann hún til þriggja verðlauna. Gullverðlaun í 200m fjórsundi og silfurverðlaun í bæði 100 og 200m bringusundi.
Erla Dögg náði lágmörkum inní öll verkefni unglingalandsliðsins þar sem hún keppti með góðum árangri. Hún keppti á unglingamóti í Luxemborg þar sem hún vann til verðlauna, á Evrópumeistaramóti unglinga og í lok ársins á Norðurlandameistarmóti unglinga þar sem hún náði mjög góðum árangri í öllum sínum greinum og vann til silfurverðlauna í 200m bringusundi.
Það sem af er árinu 2004 hefur hún síður en svo slegið af. Gríðarlegar framfarir í sínum bestu sundgreinum og alveg við Ólympíulágmark í 100m bringusundi. Hún æfir stíft þessa dagana og ætlar að ná lágmarkinu fyrir leikana í Aþenu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024