Erla Dögg bætti 15 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra bringusundi
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB setti glæsilegt Íslandsmet í undanrásum í 50 metra bringusundi á Opna hollenska meistaramótinu í Eindhoven í morgun. Hún synti á 32,21 sekúndu og bætti 15 ára gamalt met Ragnheiðar Runólfsdóttur um 0,24 sekúdur. Erla Dögg var með fimmta besta tímann af 48 keppendum í undanrásum og syndir í úrslitum síðar í dag.
Mótið í Hollandi er mjög sterkt að sögn Steindórs Gunnarssonar þjálfara Erlu hjá ÍRB og sagði Steindór í samtali við Víkurfréttir að margir af bestu sundmönnum heims væru á mótinu sem myndu örugglega láta að sér kveða á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.
VF-Mynd/ [email protected] – Erla Dögg með Íslandsmet í 50 m bringusundi.