Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erika Williams nýr leikmaður kvennaliðs Njarðvíkur
Þriðjudagur 12. september 2017 kl. 13:19

Erika Williams nýr leikmaður kvennaliðs Njarðvíkur

Njarðvík hefur samið við bakvörðinn/framherjann Eriku Williams fyrir leiktíðina sem framundan er í Domino´s-deild kvenna.
Williams útskrifaðist frá CSU Bakersfield háskólanum þar sem hún var með 12,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik en samningur hennar við Njarðvík er fyrsti atvinnumannasamningur leikmannsins.
Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Njarðvíkurliðsins kvaðst ánægður með Eriku sem væntanleg er til landsins á næstu dögum. „Þetta er leikmaður sem getur hlaupið í nokkrar stöður innan liðsins og mikill íþróttamaður svo við bindum vonir við að hún geti hjálpað okkar unga liði að vaxa og dafna enn frekar.“

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024