Íþróttir

Erfitt að sætta sig við vöðvana
Föstudagur 24. febrúar 2017 kl. 13:00

Erfitt að sætta sig við vöðvana

Sara: Sjokkið við það að vera stelpa í crossfit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir á dögunum þar sem hún ræddi flest allt allt sem viðkemur crossfit. Það er mikið rætt um útlit keppenda í crossfit og Sara viðurkennir fúslega að hún hafi verið lengi að sætta sig við eigin líkama. Enda var ætlunin ekki að verða mössuð. „Munurinn á crossfit og til dæmis vaxtarrækt er sá að mig langaði aldrei að verða svona mössuð. Því miður koma vöðvarnir ósjálfrátt ef ég geri allar þessar æfingar. Það er eiginlega mesta sjokkið við það að vera stelpa í crossfit að ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð.“

Er það eitthvað sem þú þurftir að sætta þig við?
„Já ég get alveg viðurkennt það. Það var erfitt að vera með vinkonum mínum sem voru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að vera í „large“ jakka. Sem stelpa þá pælir maður mikið í þessu og þarf alveg að taka þetta í sátt. Fólk getur alveg komið með særandi komment en það er yfirleitt ekki að meina illa.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Ímynd mín á kvenmönnum hefir breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst flott að vera ekki með neina vöðva og vera bara grönn. Núna finnst mér ótrúlega flott að stelpur séu með vöðva og þegar ég veit að konur eru hraustar. Það er meira heillandi en útlitið sjálft.

Ertu búin að sætta þig við eigin líkama? „Ég er eiginlega þakklát fyrir það hvernig líkami minn er, annars væri ég ekki komin svona langt.“

Allt viðtalið við Söru má sjá hér að neðan.