Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Erfitt að manna liðið vegna meiðsla
Mánudagur 15. febrúar 2010 kl. 15:38

Erfitt að manna liðið vegna meiðsla


Vængbrotið lið Njarðvíkur í IE-deild kvenna í körfuknattleik tapaði með 38 stiga mun gegn Snæfelli á laugardaginn. Lokatölur urðu 88-50.
Það hefur heldur betur syrt í álinn hjá liðinu undanfarið. Brotthvarf Shantrell Moss veikti liðið verulega en þess utan hafa meiðsli leikmanna sett strik í reikninginn. Helga Jónasdóttir leikur ekki meira með á þessu tímabili vegna meiðsla í hné. Helga hefur verið gríðarlega sterk í fráköstunum og sýnt styrk sinn í liðinu. Þá hafa Eyrun Líf og Ólöf Helga átt við meiðsli að stríða og Sigrún Valdimars þurft að draga sig í hlé vegna vinna, að því er fram kemur á heimasíðu UMFN. Þar er haft eftir þjálfara liðsins að erfitt hafi verið að manna leikmannahópinn í tveimur síðustu leikjum af þessum sökum.

Af öðrum Suðurnesjaleikjum í kvennaboltanum er það að segja að Grindavík lá fyrir Hamri um helgina, 81-62 og Keflavík beið lægri hlut gegn KR, 74-87.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/pket - Helga Jónasdóttir leikur ekki meira á þessari leiktíð.