Erfiður útileikur framundan hjá Reyni
Reynir er í erfiðum málum eftir fyrri leik þeirra við Gróttu í undanúrslitum 3. Deildar karla í knattspyrnu. Þeir töpuðu á heimavelli sínum í miklum markaleik, 4-5.
Gestirnir af Seltjarnarnesi byrjuðu mun betur og komust í 1-5 áður en Reynismenn hrukku loks í gang og minnkuðu muninn, en þeir hefðu getað jafnað á lokamínútunum þegar skalli Kristjáns Helga Jóhannssonar hafnaði í slá. Adolf Sveinsson og Hafsteinn Þór Friðriksson skoruðu mörk Reynis.
Seinni leikurinn er á Seltjarnarnesi á morgun og hefst kl. 17.30.
Gestirnir af Seltjarnarnesi byrjuðu mun betur og komust í 1-5 áður en Reynismenn hrukku loks í gang og minnkuðu muninn, en þeir hefðu getað jafnað á lokamínútunum þegar skalli Kristjáns Helga Jóhannssonar hafnaði í slá. Adolf Sveinsson og Hafsteinn Þór Friðriksson skoruðu mörk Reynis.
Seinni leikurinn er á Seltjarnarnesi á morgun og hefst kl. 17.30.