Er tími Grindvíkinga kominn?
Fróðleiksmolar um bikarúrslitin
Eins og körfuboltaáhugafólki er kunnugt fara bikarúrslitaleikirnir í Laugardalshöll fram síðar í dag. Að þessu sinni leikur ekkert Suðurnesjalið til úrslita í kvennaflokki en Grindvíkingar eru fulltrúar svæðisins í karlaflokki. Þar mæta þeir ÍR-ingum þar sem Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson er við stjórnvölin. Við kíktum á nokkra punkta hvað varðar þessi lið og bikarkeppnina í gegnum árin.
Suðurnesjalið hafa verið í úrslitum frá árinu 2010, þar af Grindvíkingar fjórum sinnum.
2010: Snæfell 92-81Grindavík
2011: KR 94-72 Grindavík
2012: Keflavík 97-95Tindastóll
2013: Grindavík 79-91 Stjarnan
2014: Grindavík - ÍR ?-?
Grindavík og ÍR eru bæði að fara í 8. úrslitaleik sinn í keppninni í ár. Grindavík hefur unnið fjóra titla og ÍR tvo. Grindvíkingar hafa tapað síðustu þremur bikarúrslitaleikjum sínum í karlaflokki.
Grindvíkingar urðu síðast bikarmeistarar árið 2006 eftir sigur gegn Keflavík 93-78.
Liðið vann svo árin: 2000, 1998, 1995.
Þjálfarar sem hafa unnið bikarinn með Grindavík:
1995: Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík
1998: Benedikt Guðmundsson, Grindavík
2000: Einar Einarsson, Grindavík
2006: Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík
Þrjú lið hafa unnið bikarkeppnina oftar en Grindvíkingar í karlaflokki. Þau eru KR (10), Njarðvík (8) og Keflavík (6). Grindvíkingar hafa sjö sinnum leikið til úrslita en þeir eru í Laugardalshöll í fjórða sinn á síðustu fimm árum.