Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Er allt í „skrúfunni“ hjá Grindavík?
Sigtryggi Arnari og félögum í UMFG hefur gengið afleitlega að undanförnu.
Föstudagur 25. janúar 2019 kl. 16:22

Er allt í „skrúfunni“ hjá Grindavík?

Grindvíkingar eru í lágflugi í Domino's deildinni í körfubolta því þeir töpuðu enn einum leiknum í gær, nú gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli. Lokatölur 82-95.

Heimamenn töpuðu öllum fjórðungunum og komust einhvern veginn aldrei í neinn gír. Jordy Kuiper skoraði mest hjá þeim eða 17 stig, Lewis Clinch var með 16 og Sigtryggur Bjarnason var með 16 stig.

Er allt í skrúfunni? spyr Gauti Dagbjartsson, blaðamaður á karfan.is í myndskeiði og Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga segir leit standa yfir að lausnum en þetta sé, „mjög erfitt þessa dagana.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi er viðtal Gauta við Jóhann sem birtist á karfan.is