Epson deildin í körfubolta/fyrsti sigur Keflavíkur:
Guðjón lykillinn.Íslandsmeistarar Keflvíkinga unnu langþráðan sigur á heimavelli gegn KR101-98 og veittu áhangendum von um betri tíð framundan.Það var stórskyttanGuðjón Skúlason sem öðrum fremur kom lagi á leik Keflvíkinga. Hann hófleikinn með stórskotahríð utan þriggja stiga línunnar og skoraði 6 slíkar ífyrri hálfleik. Meistararnir hófu leikinn á góðum varnarleik og börðustfyrir hverju varnarfrákasti. Fráköstin sköpuðu hraðaupphlaup. Íhraðaupphlaupunum opnaði hættan af Guðjóni vörn KR-inga fyrir öðrumleikmönnum liðsins sem nutu frelsisins og léku eins og beðið hefur veriðeftir í bítlabænum og 58-43 forskot í hálfleik síst of lítið. SvæðisvörnVesturbæinga hægði á leiknum í seinni hálfleik og hægt og rólega skriðu þeirröndóttu aftur inn í leikinn en "skriðdrekinn" Gunnar Einarsson gerði út umvonir þeirra með þriggja stiga körfu og tryggði fyrsta sigurinn á 21.